Lífeyrissjóðir Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða. Innherji 24.1.2023 13:45 Sigrún ráðin markaðsstjóri Lífsverks lífeyrissjóðs Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 24.1.2023 09:52 Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári. Innherji 19.1.2023 12:08 Lífeyrissjóðum stafar sífellt meiri ógn af netárásum Hættan sem stafar af netárásum fer vaxandi og það er aðeins tímaspursmál hvenær netárásir á lífeyrissjóði eða fjármálafyrirtæki bera árangur og valda þeim tjóni. Þetta segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Innherji 18.1.2023 13:01 Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. Innherji 9.1.2023 16:41 Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020. Innherji 7.1.2023 12:10 „Ekki miklar líkur“ á að vanskil heimila aukist verulega, ekki verið lægri frá 2008 Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári. Innherji 4.1.2023 17:48 Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021. Innherji 4.1.2023 13:16 Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. Innherji 3.1.2023 13:30 LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september. Innherji 2.1.2023 09:03 Ávöxtun sjóðsins endurspeglar að eignamarkaðir hafa átt erfitt uppdráttar Árið 2022 hefur einkennst af miklum breytingum í hagkerfum heimsins og þar hefur innrás Rússlands í Úkraínu sem hófst í febrúar spilað stóran þátt. Eignamarkaðir hafa átt undir högg að sækja allt árið og virðist sem fáir eignaflokkar hafi farið varhluta af ótryggum ytri aðstæðum. Innherji 1.1.2023 14:00 LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Innherji 29.12.2022 10:31 Alvotech skákar Marel sem verðmætasta félagið eftir 40 prósenta hækkun í dag Markaðsvirði Alvotech hefur rokið upp í dag og er nú meira en Marels sem hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni frá fjármálahruni ef undanskilin eru fáein ár þar sem Össur var líka skráð á markað hérlendis. Innherji 22.12.2022 11:00 Staðfestir umdeildar breytingar sem hækka lífeyrisréttindi elstu hópa mest Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“ Innherji 19.12.2022 10:28 LIVE seldi í Origo til Alfa Framtaks en heldur eftir stórum hlut Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi þriggja prósenta hlut í Origo til sjóðs á vegum Alfa Framtaks. Sá sjóður mun leggja fram yfirtökutilboð í upplýsingatæknifyrirtækið. Eftir söluna á lífeyrissjóðurinn tíu prósenta hlut í Origo. Innherji 15.12.2022 11:30 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á meðal þeirra sem seldu í Origo til Alfa Framtaks Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var á meðal þeirra sem seldu í Origo til sjóðs í rekstri Alfa Framtaks, rétt eins og lífeyrissjóðurinn Lífsverk. Lífeyrissjóðirnir Birta, Festa og Stapi voru ekki á meðal seljanda. Sjóðirnir þrír eiga samanlagt 21,4 prósenta hlut í Origo. Innherji 13.12.2022 12:02 Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00 Seðlabankinn er „full virkur í athugasemdum,“ segir framkvæmdastjóri Birtu Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að Seðlabankinn sé orðinn „full virkur í athugasemdum“ þegar hann er farinn að koma með ábendingar um sjóðirnir eigi mögulega fremur að kaupa sértryggð skuldabréf á bankanna heldur að standa í beinni útlánastarfsemi til íbúðakaupa. Þá rifjar hann upp að síðasta fjárfestingarráðgjöf Seðlabankans, þegar seðlabankastjóri vildi að lífeyrissjóðir kæmu meira að fjármögnun ríkissjóðs, hefði reynst sjóðunum dýrkeypt ef þeir hefðu farið eftir henni. Innherji 11.12.2022 13:31 LSR segir að sögulega hafi sjóðfélagalán verið betri kostur en sértryggð bréf Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR. Innherji 8.12.2022 11:17 Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum. Innherji 8.12.2022 06:30 Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Innlent 7.12.2022 20:13 „Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. Innherji 7.12.2022 15:31 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna. Innherji 6.12.2022 12:00 Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er. Innherji 6.12.2022 06:31 Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. Innherji 29.11.2022 07:01 Ekki rétti tíminn að auka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis Aukinn viðskiptahalli og versnandi ytri staða þjóðarbúsins þýðir að nú er ekki rétti tíminn til að ráðast í lagabreytingar í því skyni að auka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum, að sögn seðlabankastjóra. Frumvarp fjármálaráðherra þess efnis hefur verið lagt fyrir Alþingi. Innherji 25.11.2022 07:01 Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu. Innherji 24.11.2022 06:01 „Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 23.11.2022 21:45 Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Viðskipti innlent 23.11.2022 16:50 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Atvinnulíf 18.11.2022 07:01 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 19 ›
Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða. Innherji 24.1.2023 13:45
Sigrún ráðin markaðsstjóri Lífsverks lífeyrissjóðs Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 24.1.2023 09:52
Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári. Innherji 19.1.2023 12:08
Lífeyrissjóðum stafar sífellt meiri ógn af netárásum Hættan sem stafar af netárásum fer vaxandi og það er aðeins tímaspursmál hvenær netárásir á lífeyrissjóði eða fjármálafyrirtæki bera árangur og valda þeim tjóni. Þetta segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Innherji 18.1.2023 13:01
Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um meira en 200 milljarða Fyrirætlanir lífeyrissjóðanna gera ráð fyrir að þeir muni að óbreyttu auka gjaldeyriseignir sínar fyrir samanlagt vel á þriðja hundrað milljarða króna á árinu 2023, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem þeir hafa sett sér. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sá sjóður sem hefur síðustu árin jafnan verið með hæst hlutfall erlendra eigna, áformar hins vegar að viðhalda óbreyttu vægi gjaldeyriseigna í eignasafni sínu. Innherji 9.1.2023 16:41
Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020. Innherji 7.1.2023 12:10
„Ekki miklar líkur“ á að vanskil heimila aukist verulega, ekki verið lægri frá 2008 Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári. Innherji 4.1.2023 17:48
Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021. Innherji 4.1.2023 13:16
Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. Innherji 3.1.2023 13:30
LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september. Innherji 2.1.2023 09:03
Ávöxtun sjóðsins endurspeglar að eignamarkaðir hafa átt erfitt uppdráttar Árið 2022 hefur einkennst af miklum breytingum í hagkerfum heimsins og þar hefur innrás Rússlands í Úkraínu sem hófst í febrúar spilað stóran þátt. Eignamarkaðir hafa átt undir högg að sækja allt árið og virðist sem fáir eignaflokkar hafi farið varhluta af ótryggum ytri aðstæðum. Innherji 1.1.2023 14:00
LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Innherji 29.12.2022 10:31
Alvotech skákar Marel sem verðmætasta félagið eftir 40 prósenta hækkun í dag Markaðsvirði Alvotech hefur rokið upp í dag og er nú meira en Marels sem hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni frá fjármálahruni ef undanskilin eru fáein ár þar sem Össur var líka skráð á markað hérlendis. Innherji 22.12.2022 11:00
Staðfestir umdeildar breytingar sem hækka lífeyrisréttindi elstu hópa mest Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“ Innherji 19.12.2022 10:28
LIVE seldi í Origo til Alfa Framtaks en heldur eftir stórum hlut Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi þriggja prósenta hlut í Origo til sjóðs á vegum Alfa Framtaks. Sá sjóður mun leggja fram yfirtökutilboð í upplýsingatæknifyrirtækið. Eftir söluna á lífeyrissjóðurinn tíu prósenta hlut í Origo. Innherji 15.12.2022 11:30
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á meðal þeirra sem seldu í Origo til Alfa Framtaks Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var á meðal þeirra sem seldu í Origo til sjóðs í rekstri Alfa Framtaks, rétt eins og lífeyrissjóðurinn Lífsverk. Lífeyrissjóðirnir Birta, Festa og Stapi voru ekki á meðal seljanda. Sjóðirnir þrír eiga samanlagt 21,4 prósenta hlut í Origo. Innherji 13.12.2022 12:02
Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi. Innherji 12.12.2022 07:00
Seðlabankinn er „full virkur í athugasemdum,“ segir framkvæmdastjóri Birtu Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að Seðlabankinn sé orðinn „full virkur í athugasemdum“ þegar hann er farinn að koma með ábendingar um sjóðirnir eigi mögulega fremur að kaupa sértryggð skuldabréf á bankanna heldur að standa í beinni útlánastarfsemi til íbúðakaupa. Þá rifjar hann upp að síðasta fjárfestingarráðgjöf Seðlabankans, þegar seðlabankastjóri vildi að lífeyrissjóðir kæmu meira að fjármögnun ríkissjóðs, hefði reynst sjóðunum dýrkeypt ef þeir hefðu farið eftir henni. Innherji 11.12.2022 13:31
LSR segir að sögulega hafi sjóðfélagalán verið betri kostur en sértryggð bréf Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR. Innherji 8.12.2022 11:17
Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum. Innherji 8.12.2022 06:30
Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Innlent 7.12.2022 20:13
„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna. Innherji 7.12.2022 15:31
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna. Innherji 6.12.2022 12:00
Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er. Innherji 6.12.2022 06:31
Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. Innherji 29.11.2022 07:01
Ekki rétti tíminn að auka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis Aukinn viðskiptahalli og versnandi ytri staða þjóðarbúsins þýðir að nú er ekki rétti tíminn til að ráðast í lagabreytingar í því skyni að auka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum, að sögn seðlabankastjóra. Frumvarp fjármálaráðherra þess efnis hefur verið lagt fyrir Alþingi. Innherji 25.11.2022 07:01
Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu. Innherji 24.11.2022 06:01
„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 23.11.2022 21:45
Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Viðskipti innlent 23.11.2022 16:50
Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Atvinnulíf 18.11.2022 07:01