Reykjavík

Fréttamynd

„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumar­dagurinn“

Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ.

Innlent
Fréttamynd

Færri of­beldis­brot á skemmti­stöðum sem taka þátt í verk­efninu

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu.

Innlent
Fréttamynd

Og Við­ey hverfur sjónum

Í dag, 23. ágúst, lýkur kynningu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, sem unnt er að nálgast gegnum www.skipulagsgatt.is Klettagarðar. Kynningin er fyrir svokallaða hagaðila og aðra þá sem láta sig málið varða.

Skoðun
Fréttamynd

„Rit­stjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“

„Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bíla­stæða­gjöld

Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun að fá mann­afla í allar fram­kvæmdir sam­göngu­sátt­mála

Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Haustinu fagnað með tón­leikum á Kaffi Flóru

Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur.

Tónlist
Fréttamynd

Hvetja fólk til að láta vita af lekum

Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka

Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið að okkur!

Uppfærsla hins svokallaða Samgöngusáttmála felur í sér jákvætt skref fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægar samgöngubætur verða fjármagnaðar og stórt skref er stigið til að bæta almenningssamgöngur. Það var kominn tími til.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert ó­lög­legt né ó­al­gengt við upp­safnað or­lof

Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí.

Innlent
Fréttamynd

Í­búð í Grafar­vogi á floti í sjóðandi vatni

Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður stöðvaður á nagla­dekkjum og fékk engan af­slátt

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær.

Innlent