Reykjavík

Fréttamynd

Til­kynnt um eld í húsi við Esju­mela

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum

Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Lífið
Fréttamynd

Margar líkams­á­rásir á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina.

Innlent
Fréttamynd

„Að­gerðir um­fram hugsanir, því tíminn skiptir máli“

Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti.

Innlent
Fréttamynd

Bashar Murad söng á samstöðufundi

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að leggja átta manns í lífs­hættu í á­bata­skyni

Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hreinasti skáld­skapur“

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­leg at­burða­rás fyrir þrjá­tíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott

Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur sigur FÁ í MORFÍs

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla sigraði Verslunarskólann rétt í þessu í sextán liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. Er þetta í fyrsta skipti sem FÁ sigrar Verslunarskólann í sögu keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Pepparar Guð­laugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna

Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysið mjög ó­venju­legt

Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir á sjúkra­húsi eftir á­rekstra

Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Innlent
Fréttamynd

Erfið aksturs­skil­yrði og mikið um ó­höpp

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 

Innlent
Fréttamynd

Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leik­fanga­byssur

Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum.

Innlent