Vopnafjörður Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. Innlent 8.5.2025 14:13 Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana. Innlent 8.5.2025 08:32 „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Hafdís Bára Óskarsdóttir segir Jón Þór Dagbjartsson hafa verið mjög yfirvegaðan þegar hann greip til járnkarls og réðst á hana. Hann hafi verið með glott á andlitinu og látið eins og hún skipti engu máli. Sambandi þeirra hafi lokið hálfu ári fyrr en hún látið undan kynlífsbeiðnum hans með öryggi sitt og barnanna í huga. Innlent 7.5.2025 16:43 Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði, segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína með járnkarli í október í fyrra. Hann muni að konan hafi hótað að svipta hann forræði af syni hans og við það „snappað“. Hann hafi aldrei ætlað að bana konunni. Innlent 7.5.2025 14:09 Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Innlent 2.5.2025 08:31 Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði „Þetta er örugglega Íslandsmet hjá okkur hjónum en alveg yndislegt og skemmtilegt“, segir Halldóra S. Árnadóttir, eða Dóra eins og hún er alltaf kölluð á Vopnafirði en hún og maður hennar, Bárður Jónasson eiga sex barnabörn í leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði en 36 börn eru í skólanum. Lífið 9.4.2025 20:05 Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. Innlent 25.3.2025 18:41 Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. Viðskipti innlent 24.2.2025 11:39 Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Þáttaskil eru framundan í vegamálum Norðausturlands. Vegagerðin bauð í dag út stórt verk sem felur í sér að síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum fær bundið slitlag. Vegabæturnar eru taldar geta aukið straum ferðamanna um byggðir norðausturhornsins. Innlent 18.2.2025 21:32 Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00 Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:51 Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Innlent 25.1.2025 14:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Viðskipti innlent 21.1.2025 21:58 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Innlent 21.1.2025 11:36 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16.1.2025 23:14 Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Fjögur af sex börnum Malcolms Glazer komu heimsóttu Vopnafjörð síðasta sumar. Þau voru þar í boði Sir Jim Ratcliffe sem á Manchester United ásamt Glazer-fjölskyldunni. Enski boltinn 15.1.2025 15:44 Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:24 Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Innlent 13.12.2024 21:00 Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39 Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Innlent 9.12.2024 22:36 Sá hvítt eftir árás með járnkarli Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Innlent 20.11.2024 10:55 Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. Innlent 19.10.2024 19:04 Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. Innlent 19.10.2024 12:41 Minnast Violetu í kvöld Boðað hefur verið til minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld til að minnast þess að ár er liðið síðan moldívska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum. Innlent 4.9.2024 13:42 Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Innlent 21.7.2024 14:30 Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Innlent 18.7.2024 10:42 Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Innlent 14.7.2024 12:23 Bongóblíða á Vopnaskaki um helgina Það iðar allt af lífi og fjöri á Vopnafirði um helgina en þar fer fram fjölskylduhátíðin Vopnaskak fram í bongóblíðu. Innlent 13.7.2024 12:31 Séra Sigfús Jón Árnason látinn Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri. Innlent 29.6.2024 07:01 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. Atvinnulíf 25.5.2024 10:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. Innlent 8.5.2025 14:13
Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana. Innlent 8.5.2025 08:32
„Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Hafdís Bára Óskarsdóttir segir Jón Þór Dagbjartsson hafa verið mjög yfirvegaðan þegar hann greip til járnkarls og réðst á hana. Hann hafi verið með glott á andlitinu og látið eins og hún skipti engu máli. Sambandi þeirra hafi lokið hálfu ári fyrr en hún látið undan kynlífsbeiðnum hans með öryggi sitt og barnanna í huga. Innlent 7.5.2025 16:43
Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði, segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína með járnkarli í október í fyrra. Hann muni að konan hafi hótað að svipta hann forræði af syni hans og við það „snappað“. Hann hafi aldrei ætlað að bana konunni. Innlent 7.5.2025 14:09
Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Innlent 2.5.2025 08:31
Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði „Þetta er örugglega Íslandsmet hjá okkur hjónum en alveg yndislegt og skemmtilegt“, segir Halldóra S. Árnadóttir, eða Dóra eins og hún er alltaf kölluð á Vopnafirði en hún og maður hennar, Bárður Jónasson eiga sex barnabörn í leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði en 36 börn eru í skólanum. Lífið 9.4.2025 20:05
Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. Innlent 25.3.2025 18:41
Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. Viðskipti innlent 24.2.2025 11:39
Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Þáttaskil eru framundan í vegamálum Norðausturlands. Vegagerðin bauð í dag út stórt verk sem felur í sér að síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum fær bundið slitlag. Vegabæturnar eru taldar geta aukið straum ferðamanna um byggðir norðausturhornsins. Innlent 18.2.2025 21:32
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00
Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:51
Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Innlent 25.1.2025 14:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Viðskipti innlent 21.1.2025 21:58
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Innlent 21.1.2025 11:36
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16.1.2025 23:14
Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Fjögur af sex börnum Malcolms Glazer komu heimsóttu Vopnafjörð síðasta sumar. Þau voru þar í boði Sir Jim Ratcliffe sem á Manchester United ásamt Glazer-fjölskyldunni. Enski boltinn 15.1.2025 15:44
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:24
Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Innlent 13.12.2024 21:00
Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39
Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Innlent 9.12.2024 22:36
Sá hvítt eftir árás með járnkarli Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Innlent 20.11.2024 10:55
Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. Innlent 19.10.2024 19:04
Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. Innlent 19.10.2024 12:41
Minnast Violetu í kvöld Boðað hefur verið til minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld til að minnast þess að ár er liðið síðan moldívska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum. Innlent 4.9.2024 13:42
Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Innlent 21.7.2024 14:30
Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Innlent 18.7.2024 10:42
Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Innlent 14.7.2024 12:23
Bongóblíða á Vopnaskaki um helgina Það iðar allt af lífi og fjöri á Vopnafirði um helgina en þar fer fram fjölskylduhátíðin Vopnaskak fram í bongóblíðu. Innlent 13.7.2024 12:31
Séra Sigfús Jón Árnason látinn Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri. Innlent 29.6.2024 07:01
Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. Atvinnulíf 25.5.2024 10:01