Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál

Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Undrast ofurlaunahækkun hjá mörgum sveitarfélaganna

Fyrrverandi fjármálastjóri Alþingis gagnrýnir að á sama tíma og undið var ofan af umdeildri 44 prósenta launahækkun til alþingismanna hafi æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga tekið alla hækkunina. Á meðan þurfi almennt starfsfólk meðan þurfi almennt starfsfólk að berjast fyrir eðlilegum launum. Ætlar að vinda ofan af afleiðingunum.

Innlent
Fréttamynd

Örlítið hægari taktur en í borginni

Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn.

Innlent
Fréttamynd

Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi

Sveitarstjóri Borgarbyggðar segir mikilvægt að samskipti íbúa sveitarfélagsins við starfsfólk ráðhússins batni. Það gerist of oft að óbreyttir starfsmenn verði fyrir óhefluðu orðavali eða köpuryrðum í sinn garð.

Innlent
Fréttamynd

Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku.

Innlent