
Mannréttindi

Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu
Í dag opna ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall.

Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu
Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi.

Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst
Embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands er laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn.

Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum
Ríkisstjórn Venesúela býður hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar á annan tug milljóna króna í verðlaun. Frambjóðandinn hefur heitið því að snúa aftur úr útlegð fyrir embættistöku Nicolás Maduro forseta.

Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“
Hjálmar Friðriksson blaðamaður á Samstöðinni hefur verið sýknaður af stefnu þriggja fjárfesta og félags þeirra vegna ummæla í fréttum í tengslum við andlát sextugs Pólverja í bruna á Funahöfða í október 2023.

Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu
Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu.

Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins
Heitar umræður hafa nú sprottið á síðu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins eftir að hann birti þar grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið og birti í morgun. Jóhannes Þór Skúlason hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun á skrifunum.

Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu
Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða.

Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs
Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.

Utan vallar: Þetta er að gerast aftur
Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan.

Komin út í skurð
Það er alltaf að verða skýrara að ,,hinsegin réttindabarátta" er algjörlega komin út í skurð.

Hinsegin réttindi til framtíðar
Nú fara fram stjórnarmyndunarviðræður þar sem þrír flokkar reyna að ná saman um stjórnarsáttmála, þau mál sem lögð verður áhersla á af hálfu ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin.

Réttur kvenna til lífs
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona.

Almennum borgurum útrýmt af ásetningi
Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda.

Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja Ísraelsmenn hafa framið, og halda áfram að fremja, hópmorð gegn Palestínumönnum á Gaza. Hópmorð eru jafnan kölluð þjóðarmorð í daglegu tali. Samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna hafa ísraelsk stjórnvöld gengið fram í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza.

Kjósum með mannréttindum á laugardaginn
Á Íslandi hefur frelsi hinsegin fólks til að vera það sjálft og lagaleg réttindi tekið stakkaskiptum á síðustu árum, í kjölfar þrotlausrar áratugalangrar baráttu. Hér eru lagaleg réttindi og samfélagslegt samþykki hinsegin fólks orðin með því besta sem fyrirfinnst í heiminum.

Flokknum er sama um þig
Vill fólk kjósa menn á þing sem einungis virða mannréttindi annarra karla sem eru eins og þeir? Er takmarkið að útrýma eða jaðarsetja og mismuna öllum þeim sem eru ekki gagnkynhneigðir íslenskir karlmenn?

Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin.

Dagur mannréttinda barna 20. nóvember
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi
Tugur einstaklinga hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í forkjöri sem efnt var til í aðdraganda þingkosninga í Hong Kong árið 2000.

Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar
Brynjar Níelsson tekur ekki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar eins og staðið hafði til. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur sætið þess í stað og vera formaður hennar.

Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns
Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga.

Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn
Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði.

Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi
Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi.

Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“
Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins.

Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra
Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“
Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna.

Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp
Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.

Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki
Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki.