Mannréttindi

Fréttamynd

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríó­týpíska veggi

„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

Tónlist
Fréttamynd

Sögu­boð á al­þjóða­degi flótta­fólks

Í tilefni af Alþjóðadegi flóttafólks þann 20. júní býður Ungliðahreyfing Amnesty International til viðburðar sem haldinn er á morgun og nefnist Söguboð eða „Story Sharing Café“. Viðburðurinn er öllum opinn og verður haldinn í Húsi Máls og menningar á Laugavegi 18.

Lífið
Fréttamynd

Dauðarefsing við samkynhneigð

Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Beðið eftir mann­réttindum - í sjö­tíu og fimm ár!

Ég byrja þetta bréf með tilvitnunum í ykkar eigin orð:„Dýpsta hugmyndafræðilega baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi og lýðræðismál“ „Við getum haft áhrif á það hvernig sagan endar. Það kallar á hugrekki, visku, auðmýkt og leiðtogahæfni.“ 

Skoðun
Fréttamynd

Hræði­leg aftur­för fyrir réttindi hin­segin fólks

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin.

Erlent
Fréttamynd

Dauða­refsingar og tuttugu ára dómar við sam­kyn­hneigð í Úganda

Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

Kalla eftir að­gerðum í tengslum við leið­toga­fundinn

Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­- og tví­kyn­hneigðir karl­ar mega gefa blóð

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum.

Erlent
Fréttamynd

Þegar tjáning eins verður að þjáningu annars

Maí er mánuður tileinkaður geðheilbrigði og geðheilbrigðismálum, þar sem við eigum að huga að okkar eigin geðheilbrigði og annarra. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir máltækið, þó oft er það því miður mistúlkað og misnotað, þá þýðir það einfaldlega að koma vel fram við aðra og huga að þeirra tilfinningalegu vellíðan, að valda ekki andlegum sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­gjafinn í Kansas sam­þykkir víð­tækt salernis-bann

Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan

Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm ár fyrir að and­æfa inn­rásinni

Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga.

Erlent
Fréttamynd

Dómari aftur­kallar leyfi FDA fyrir þungunar­rofslyfi

Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar.

Erlent