Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 12:21 Evan Gershkovich (t.v.) og Paul Whelan (t.v.), tveir bandarískir borgarar sem Rússar hafa haldið föngnum fyrir sakir sem vestræn stjórnvöld telja uppdiktaðar. AP Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“. Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52