Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Birta yfir samfélaginu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Einn greindist í sóttkví

Einn greindist með veiruna innanlands í gær en sá var í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Innlent
Fréttamynd

Enginn greindist innanlands

Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í pósti frá Almannavörnum en um er að ræða bráðabirgðatölur.

Innlent
Fréttamynd

Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu

Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Taka hraðpróf í notkun á mánudag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun á mánudag taka í notkun hraðpróf til að greina kórónuveiru í fólki. Hraðprófið er mun fljótvirkara og ódýrara en próf sem hafa verið notuð hingað til og er vonast til að það létti álagi á heilbrigðiskerfið sem ferðamannastraumurinn veldur.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að skila minnis­blaði fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að skila minnisblaði um tillögu að breytingum á sóttvarnatakmörkunum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Minnisblaðið snýr bæði að takmörkunum innanlands og á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Erlent
Fréttamynd

Fram­halds­skólinn og nem­endur í ólgu­sjó CO­VID

Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum.

Skoðun