Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm álmur Ás­mundar­salar

Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja komin aftur til starfa

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hætt í tímabundnu leyfi sem hófst um miðjan júnímánuð. Um var að ræða veikindaleyfi að læknisráði en ekki var greint frá eðli veikindanna.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­væg skref í rétta átt í plast­málum

Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða.

Skoðun
Fréttamynd

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fylgir ráð­gjöf Haf­ró um leyfi­legan heildar­afla

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands.

Innlent
Fréttamynd

„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í sam­fé­lagi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu

Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín létt með lunda í Eyjum

Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar.

Lífið
Fréttamynd

Bóluefnið sem brást

Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins

Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna.

Viðskipti innlent