Ástin á götunni

Fréttamynd

Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar: Bjarni, Viktor og Guðmundur Reynir fara ekki með til Tbilisi

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kom KR-liðinu í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð í kvöld þegar KR vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði. KR-liðið vann 4-0 sigur á Fram undir hans stjórn í undanúrslitaleiknum í fyrra en gerði út um leikinn í dag með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes Þór Halldórsson: Þetta tók á taugarnar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er kominn í bikarúrslitaleikinn á sínu fyrsta tímabili í Vesturbænum eftir að KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Þórðarson: KR-ingar kláruðu þetta vel

Bikarævintýri Guðjóns Þórðarsonar og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík lauk í kvöld þegar liðið tapaði 1-4 á heimavelli á móti KR í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. Guðjón fór samt ótrúlega langt með liðið sitt sem er á sínu fyrsta ári í B-deildinni. KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla: Klikkuð reynsla að spila svona leik

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í 17 ára landsliðinu urðu í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 tap fyrir geysisterku þýsku liði í leiknum um þriðja sætið í dag. Glódís Perla var í viðtali hjá Írisi Björk Eysteinsdóttur, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins, eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum

Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla í Brasilíu

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu í dag. Það vekur óneitanlega athygli að Ólafur skuli ekki hafa verið viðstaddur en samningur Ólafs rennur út eftir undankeppni EM sem lýkur í haust. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem birt var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Semjum aldrei aftur við Íslendinga

Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Jitex eru allt annað en sáttir við markvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Varaformaður félagsins hefur lokað dyrunum á íslenskt knattspyrnufólk og segir að brennt barn forðist eldinn og á þar við sænska félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Telma: Við ætlum ekki að standa okkur svona illa aftur

Telma Þrastardóttir var einn besti leikmaður 17 ára landsliðs kvenna sem tapaði 0-4 á móti Spáni í undanúrslitum Evrópumótsins í dag. Íslenska liðið spilar um bronsið á mótinu og Telma og félagar ætla að gera þar miklu betur en í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland tapaði 4-0 gegn Evrópumeistaraliði Spánverja

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 4-0 gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í Nyon í Sviss í dag. Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum en mörkin sem Ísland fékk á sig voru afar slysaleg svo ekki sé meira sagt. Frakkar og Þjóðverjar eigast við kl. 16 í dag í hinum undanúrslitaleiknum og mætir Íslandi tapliðinu úr þeirri viðureign í leiknum um bronsverðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiknismenn á siglingu undir stjórn Zorans

Leiknismenn unnu sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu 5-1 sigur á Þrótturum sem voru fyrir leikinn sex sætum ofar en þeir í töflunni. Haukar sóttu að Selfossi í baráttunni um annað sætið þökk sé sigurmarki Hilmars Rafns Emilssonar á móti ÍR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veðurguðinn heim á Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Ingólfur hefur verið á mála hjá Víkingum en fengið fá tækifæri í búningi reykvíska félagsins í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA

Ísland og Færeyjar hækka á nýjasta styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í sæti númer 121 en landsliðið náði sögulegri lægð á listanum í síðasta mánuði þegar liðið var í 122. sæti. Grenada, Tæland og Liechtenstein eru í sætunum fyrir ofan.

Fótbolti