
TikTok

Óvenjuleg förðunaraðferð skilar ótrúlegri útkomu
Ný tískubylgja í förðun hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Tískubylgjan er kennd við samfélagsmiðlastjörnuna Meredith Duxbury og felst í því að nota allt að tíu pumpur af farða á andlitið sem svo er blandað út með fingrunum.

Lést í bílslysi sex dögum eftir að hafa stært sig af tjónleysi
Hin átján ára gamla Kara Santorelli lést fyrr í mánuðinum eftir að ekið var á bíl hennar í Flórída-fylki í Bandaríkjunum. Sex dögum fyrir slysið birti hún færslu á TikTok þar sem hún montaði sig af því að hafa aldrei keyrt á manneskju eða bíl.

Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum
Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár.

Birna Rún sérhæfir sig í TikTok hjá Kvartz
Birna Rún Eiríksdóttir leikkona hefur gengið til liðs við Kvartz markaðs- og viðburðastofu sem hugmyndasmiður og verkefnastjóri TikTok teymis. Birna mun leiða þessa vinnu innan Kvartzen Birna er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og heldur hún úti vinsælum TikTok reikningi.

Forstjóri TikTok mætir þingmönnum og varar við því að banna forritið
Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta á þingfund í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, þar sem hann mun verjast ásökunum um að forriti hans sé ekki treystandi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og þar á meðal þingmenn bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins vilja að forritið verði bannað í Bandaríkjunum eða selt.

Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli
Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum.

Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“
Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hóta að banna TikTok
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hótað því að banna samfélagsmiðilinn TikTok ef kínverskir fjárfestar selja ekki hlut sinn í fyrirtæknu. Áhyggjur eru uppi um að gögn fyrirtækisins endi í höndum yfirvalda í Kína.

Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum
Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú.

Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina
Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld.

Þurftu að borða tíu kíló af mat til að koma ferðatöskunni til Íslands
Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið mikla lukku á meðal netverja undanfarna daga en þar má sjá hóp spænskra ungmenna sem var á leið í flug til Íslands og þurftu að grípa til örþrifaráða við innritunarborðið á flugvellinum.

Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir
Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut

Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok
Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni
Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana.

Kim Kardashian óþekkjanleg í nýju TikTok myndbandi
Það er alltaf gaman þegar við fáum að sjá nýjar hliðar á stjörnunum, því þær eru jú bara mannlegar eins og við öll. Athafnakonan Kim Kardashian sýndi heldur betur á sér nýja hlið í TikTok myndbandi sem hún birti í vikunni.

Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn
Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna
Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum.

Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok
Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi.

„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“
Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins.

„Fyrir hvern ertu á lífi ef þú þorir ekki að prófa það sem þig langar til að gera?“
Samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly, sem heitir réttu nafni Arnar Gauti Arnarsson, var feiminn í æsku en gerir nú TikTok myndbönd fyrir fleiri milljónir manns út um allan heim. Curly er óhræddur við áskoranir og tengir lítið við fólk sem lætur gagnrýni stoppa sig.

Áhrifavaldur með stóran fylgjendahóp furðar sig á dularfullri orðanotkun Íslendinga
Myndband bandaríska áhrifavaldsins Kyana Sue, sem fjallar um alls kyns þætti íslenskrar menningar á TikTok-síðu sinni, varpar ljósi á sífellt útbreiddari ofnotkun orðsins „gaur“ í íslensku máli nú um mundir.

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna
Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.

Réði „paparazzi“ til að þykjast vera fræg á afmælinu sínu
Afmælisstelpan Alyssa borgaði ljósmyndurum til þess að mæta í afmælið sitt, taka myndir, kalla á sig og þykjast vera fræg. Gamanið hófst þó á hrekkjavöku þegar ljósmyndarinn Kieran Murray og vinir hans klæddu sig upp sem „paparazzi“ og má segja að þeir hafi verið í hlutverkinu síðan.


Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga
Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum
Ljót eineltismál, myndbönd af ofbeldi og hatursfull ummæli í garð minnihlutahópa meðal barna og ungmenna hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. En hvaðan kemur þessi heift, þessi munnsöfnuður, þetta bakslag í umburðarlyndi í okkar samfélagi og hvað eiga þessi dæmi sameiginlegt?

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum
Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland
Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn.

Instagram og Tiktok seilast í vinsældir BeReal
Samfélagsmiðillin BeReal hefur notið mikilla vinsælda nú nýverið. Svo miklar virðast vinsældirnar vera orðnar að aðrir samfélagsmiðlar hleypt úr vör nýjum möguleikum innan forrita sem virðast líkjast virkni BeReal.