
Kórar

Auður Perla Svansdóttir er látin
Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn.

Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju.

Mótettukórinn söng sinn hinsta söng við Hallgrímskirkju
Mótettukórinn og stjórnandi hans kvöddu Hallgrímskirkju á táknrænan hátt eftir 39 ára starf í kvöld. Stjórnandinn, sem verið hefur kantor og organisti í kirkjunni, hætti störfum í dag vegna deilna vil sóknarnefnd kirkjunnar.

Fluttu verkið við gosstöðvarnar
Óháði kórinn flutti tónverkið Drunur - Lýsingar úr Kötlugosi eftir tónskáldið og dagskrárgerðarmanninn Friðrik Margrétar Guðmundsson við gosstöðvarnar í gærkvöldi og var flutningurinn tekin upp á myndband.

Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju
Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar.

„Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“
Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára.

Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum
Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall.

„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag.

Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna.

Kvennakórinn Katla: „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist“
„Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur,“ segir Linda Fanney í samtali við Vísi.

Syngja saman á sautján einbreiðum brúm
Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds.

Lygilegur landflótti söngelskra sveitamanna endaði í sjálfskipaðri sóttkví
Kórferð norðlensks karlakórs til Póllands breyttist skyndilega í kapphlaup við tímann þegar hópurinn þurfti að flýja landið vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum.

Dömukór á hálum ís
Ein mesta ómtíðni á landinu er í lýsistankinum á Hjalteyri. Þar tók Graduale Nobili upp tónverk á ís.

Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara
Danski kórinn Vocal Line vann Eurovision-keppni kóra um helgina. Þar sungu þau lag eftir Tinu Dickow sem býr á Íslandi. Einn Íslendingur er í kórnum og er hann að koma með kórinn í tónleikaferð til landsins í september.

Íslensk tunga í hávegum
Ungmennakórinn Graduale Futuri heldur brátt vestur um haf og syngur meðal annars við styttu Jóns forseta í Winnepeg 17. júní. En fyrst eru tónleikar í Langholtskirkju.

Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes
Íslenski stúlknakórinn Graduale Nobili er í aðalhlutverki í nýju myndbandi Fleet Foxes við titillag nýjustu breiðskífu sveitarinnar. Myndbandið var tekið upp í Hörpu.

Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“
Kvennakórinn Katla heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30.

Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið
Söngskemmtun og dansiball verður í Iðnó í kvöld en hlé gert um miðnætti meðan vetur verður kvaddur utan dyra og sumri fagnað undir lúðrablæstri af svölunum.

Hvort tveggja í senn, kór og karlaklúbbur
Karlakórinn Fóstbræður hefur glatt fólk með söng sínum í hundrað ár. Hann heldur upp á það með stórtónleikum í Eldborg í kvöld og ókeypis aukalögum í Hörpuhorni á morgun. Arinbjörn Vilhjálmsson veit allt um kórinn.

Kona upp á milli Fóstbræðra
Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót sitt.