Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Þor­steinn breytir engu á milli leikja

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, teflir fram nákvæmlega sama byrjunarliði í dag og í fyrri leiknum á móti Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja spurningar vakna um stöðu Elísa­betar

Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Fluttu fréttir af snjónum í Reykja­vík

Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikið á Þróttara­velli á mið­viku­dag

Ákveðið hefur verið að leikur A landsliðs kvenna við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag, þriðjudag, verði leikinn á Þróttarvelli í Laugardal á morgun, miðvikudag kl. 17:00. Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands á vefsíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“

Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Öllu búin skildi snjóspáin raun­gerast

Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir hópinn að fá þessa sigur­til­finningu“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi á morgun í seinni umspilsleik liðanna um sæti í A-deild í næstu Þjóðadeild. Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru í góðum málum eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar stolt eftir tapið gegn Ís­landi

Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sau­tján ára ný­liði í lands­liðinu

Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra er sautján ára leikmaður FH, Thelma Karen Pálmadóttir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Reynt að halda væntingum niðri og ég spyr mig af hverju?“

Helena Ólafs­dóttir, fyrr­verandi lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og fót­boltasér­fræðingur gerir þá kröfu að liðið komist upp úr riðli sínum á komandi Evrópumóti. Hún væri til í að hafa séð fastari skorður á liðinu og kallar eftir meiri ák­efð frá leik­mönnum þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land verður án þriggja Evrópumeistara á EM

England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu.

Fótbolti