Bandaríkin

Fréttamynd

Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður

Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum.

Erlent
Fréttamynd

Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits

Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid

Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Trump keppa um áhorf

Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma.

Erlent
Fréttamynd

Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden

Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar.

Erlent
Fréttamynd

Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum

Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar.

Erlent
Fréttamynd

Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi.

Erlent
Fréttamynd

Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Innlent
Fréttamynd

Greindist tvisvar með Covid-19

Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær.

Erlent