Bandaríkin

Fréttamynd

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa leyst ára­tuga gamalt morð­mál

Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton.

Erlent
Fréttamynd

Fær rúmar hundrað milljónir í skaða­bætur frá McDonald's

McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja

Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum

Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim.

Erlent
Fréttamynd

Ákæra sextán Repúblikana í Michigan

Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur.

Erlent
Fréttamynd

Fundu upp­töku af dauð­daganum en ekki líkið

Karlmaður frá Alaska að nafni Paul Rodriguez Jr. týndist þann 11. júlí síðastliðinn. Síðast sást til hans með kajak í grennd við Mendenhall vatn í Alaska. Rodriguez hefur verið leitað síðan en hann ekki fundist. Hins vegar fannst myndavél sem var í gangi þegar kajak hans hvolfdi.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískir ferðamenn slá met

Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).

Skoðun
Fréttamynd

Hús­leit vegna morðsins á Tu­pac Shakur

Lög­reglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitar­heimild vegna rann­sóknar á morðinu á rapparanum Tu­pac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. septem­ber árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist.

Erlent
Fréttamynd

Trump með stöðu sakbornings, aftur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið
Fréttamynd

Sátt náðst um miska­bætur til handa fjöl­skyldu Beach

Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum.

Erlent
Fréttamynd

Lohan er kominn í heiminn

Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eigin­manni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.

Lífið
Fréttamynd

Aðdáendur misstu sig yfir leynigestinum

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom tónleikagestum sínum í Detroit heldur betur á óvart um helgina með óvæntum gesti. Sheeran tilkynnti áhorfendum að hann ætlaði að taka gítarútgáfu af sögulega smellinum Lose Yourself eftir Eminem en rapparinn gekk stuttu síðar inn á svið og tók við.

Tónlist