Bandaríkin

Fréttamynd

Borg­ar ekki fjöl­skyld­un­um sem hann hrellt­i en spreð­ar pen­ing­um

Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur.

Erlent
Fréttamynd

Eiginkona El Chapo laus úr steininum

Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans.

Erlent
Fréttamynd

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að dómarinn stígi til hliðar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar auka hernaðar­legan við­búnað við Taí­van

Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Ása opnar sig um lífið eftir hand­tökuna

Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri

Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi Trump dæmdur fyrir að ó­hlýðnast þinginu

Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið
Fréttamynd

Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna

Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink.

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjör­seðla

Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Boðar nýja á­kæru á hendur syni Biden

Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ó­trú­legan hátt

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur leitað logandi ljósi að Danelo Cavalcante, sem var nýverið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, en slapp úr fangelsi í lok ágúst. Yfirvöld birtu í dag myndskeið af ótrúlegri flóttaaðferð hans.

Erlent
Fréttamynd

Seg­ir að Kim muni gjald­a fyrir vopnasendingar

Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Flug­mað­ur dó eft­ir brot­lend­ing­u í kynj­a­veisl­u

Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn.

Erlent