Tennis

Fréttamynd

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni

Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

Sport
Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Federer ekki meðal tíu bestu í heimi

Svisslendingurinn Roger Federer er ekki lengur meðal tíu bestu tennisspilara í heimi en nýr heimslisti var gefinn út í dag. Hinn fertugi Federer er þó hvergi hættur en hann er sem stendur að jafna sig af meiðslum á hné.

Sport
Fréttamynd

Medvedev vann Djokovic í úrslitum

Rússinn Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis nú rétt í þessu. Hann lagði Serbann Novak Djokovic í þremur settum í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Á­horf­endur komust ekki heim vegna Ídu

Opna bandaríska meistaramótið í tennis fer nú fram á Flushing Meadows-svæðinu sem staðsett er í Queens í New York. Fellibylurinn Ída gerði áhorfendum lífið leitt þar sem mörg þeirra sátu föst á vellinum vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Serena og Venus ekki með á Opna banda­ríska

Systurnar Serena og Venus Williams verða meðal fjölda stórra nafna sem munu ekki taka þátt á Opna bandaríska meistarameistaramótinu í tennis. Er þetta í fyrsta sinn sem báðar systurnar eru fjarverandi síðan árið 2003.

Sport
Fréttamynd

Roger Federer verður ekki með á Ólympíuleikunum

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, gaf það út fyrr í dag að hann yrði ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast eftir tíu daga. Federer er meiddur á hné og getur því ekki tekið þátt.

Sport