Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi og vændi í Airbnb-íbúðum

Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir

Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. 

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hræði­legar fréttir fyrir lýð­ræðið á Ís­landi“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“

Innlent
Fréttamynd

Fordæmalaus á­kvörðun sem gæti breytt Al­þingi til fram­tíðar

Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna.

Innlent
Fréttamynd

Velti bílnum við Fjarðarhraun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. 

Innlent
Fréttamynd

Flytja hluta starf­semi SAk vegna myglu

Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins.

Innlent