230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt. Innlent 11.5.2025 14:03
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Erlent 11.5.2025 13:23
„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Erlent 11.5.2025 12:07
Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel. Innlent 11.5.2025 07:23
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Innlent 11.5.2025 00:19
Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. Erlent 10.5.2025 23:27
Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. Innlent 10.5.2025 22:11
Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag. Erlent 10.5.2025 21:22
Veittu eftirför í Árbæ Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 10.5.2025 20:32
Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Innlent 10.5.2025 19:46
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Innlent 10.5.2025 19:01
Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á alþingi í dag, en atkvæðagreiðslu um að vísa málinu til annarrar nefndar en upphaflega stóð til var frestað til mánudags. Innlent 10.5.2025 18:10
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Innlent 10.5.2025 15:44
Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt. Erlent 10.5.2025 15:25
Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sovéskt geimfar sem skotið var í loft 1972 og átti að fara í sporbaug um Venus er talið hafa hrapa til jarðar snemma í morgun. Erlent 10.5.2025 15:18
Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Lögregluþjónar fundu á dögunum tvo snáka í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt gerist ekki oft en þó „endrum og eins“. Innlent 10.5.2025 14:13
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. Erlent 10.5.2025 13:54
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. Innlent 10.5.2025 13:12
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. Erlent 10.5.2025 12:24
Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. Fréttir 10.5.2025 12:22
Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. Erlent 10.5.2025 12:14
Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Innlent 10.5.2025 12:05
Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið. Innlent 10.5.2025 11:55
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. Innlent 10.5.2025 11:42
Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær