Skoðun

Þegar tjáning eins verður að þjáningu annars

Arna Magnea Danks skrifar

Maí er mánuður tileinkaður geðheilbrigði og geðheilbrigðismálum, þar sem við eigum að huga að okkar eigin geðheilbrigði og annarra. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir máltækið, þó oft er það því miður mistúlkað og misnotað, þá þýðir það einfaldlega að koma vel fram við aðra og huga að þeirra tilfinningalegu vellíðan, að valda ekki andlegum sársauka.

Skoðun

Vottar Jehóva – falsspámenn

Örn Svavarsson skrifar

Núna, þegar Vottar Jehóva hafa nýverið fengið nokkra umfjöllun um helst til óyndislegan þátt trúarbragðanna, þ.e. útskúfun og hunsun fyrri félaga, er áhugavert að rifja aðeins upp þungamiðjuna í boðskap þeirra.

Skoðun

Kyn­slóðir saman - grænt bú­setu­form fram­tíðar

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi.

Skoðun

Kató gamli, tíminn og vatnið

Pétur Heimisson skrifar

Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar.

Skoðun

Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi

Ása Valdís Árnadóttir og skrifa

Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag.

Skoðun

Að hagræða kössum eða fólki?

Nú gengur mikið fár yfir í átta framhaldsskólum og virðist sem þar eigi að bjarga einhverju sem stór hluti þeirra sem tengjast þessum skólum eiga ómögulegt með að sjá.

Skoðun

Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans?

Ólafur Stephensen skrifar

Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu.

Skoðun

Látið fjörðinn í friði

Pálmi Gunnarsson skrifar

Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi.

Skoðun

Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla!

Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega.

Skoðun

Já­kvæð skref til fram­tíðar

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu.

Skoðun

„Versti samningur í Kópa­vogi síðan 1662“

Hákon Gunnarsson og Tryggvi Felixson skrifa

Þann 10. maí 2018, rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar það ár, var undirritaður samningur í Kópavogi sem hefur haft afleitar afleiðingar fyrir Kópavogsbæ sem samfélag. Sameiginlegar eignir bæjarbúa, myndarlegar fasteignir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og höfðu húsnúmer 2, 4 og 6 voru seldar gegn 1.050.000 þúsund krónu greiðslu til fyrirtækisins Árkórs.

Skoðun

Stór­aukinn stuðningur við ungt fólk í við­kvæmri stöðu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu.

Skoðun

Straum­hvörf fyrir sauð­fjár­bændur

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir,Þórarinn Ingi Pétursson,Halla Signý Kristjánsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson skrifa

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu.

Skoðun

Kæru börn eruð þið alltaf að flytja? Það eru til for­varnir

Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Kæru börn og unglingar, viti þið hvað það þýðir að leigja íbúð? Þegar þú leigir íbúð borgar þú peninga til eigandans svo þú getir átt heimili. Það gerir fólk að leigusala, en stundum dregur það fram það versta í fólki, þeir sem eiga eina eða fleiri íbúði notfærir sér fólk í neyð eins og foreldra þína til að græða óhóflega mikið.

Skoðun

Um tjáningarfrelsi kennara

Eva Hauksdóttir skrifar

Fyrir aðeins 15 árum var það almenn skoðun meðal Íslendinga að kynin væru tvö, karl og kona. Svo voru til frávik.

Skoðun

Flug­völlurinn fer hvergi

Ingibjörg Isaksen skrifar

Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt.

Skoðun

Sam­eining Kvennó og MS?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um.

Skoðun

Máttur góð­vildar í eigin garð

Ingrid Kuhlman skrifar

Góðvild í eigin garð er hugtak innan jákvæðrar sálfræði sem vísar til þess að koma fram við sjálfan sig af mildi og hlýju, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erfiðleikum. Að sögn Kristin Neff, sem er leiðandi fræðimaður og höfundur bóka um góðvild í eigin garð, felur hún í sér þrjá meginþætti.

Skoðun

Læknar bif­véla­virki eyrna­bólgu?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum.

Skoðun

Að meðaltali frekar fínt

Guðbrandur Einarsson skrifar

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Skoðun

Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir

Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa

Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir.

Skoðun

10 ár

Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar

Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi.

Skoðun

Öryggismenning

Hjörtur Árnason skrifar

Fundur Leiðtogaráðs Evrópu er framundan og gera má ráð fyrir auknum netárásum daganna fyrir og meðan á fundinum stendur. Þetta er það stór viðburður að illgjarnir aðilar láta þennan viðburð vart framhjá sér fara og eru tilbúnir að valda eins miklum usla og vandræðum með margskonar netárásum eins og hægt er.

Skoðun

Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar.

Skoðun

Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi

Örn Svavarsson skrifar

Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins.

Skoðun

Ó­sýni­legu lág­launa­konurnar

Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar

Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur.

Skoðun