Sport

„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“

Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur.

Körfubolti

Grótta náði í stig gegn meisturum FH

Gróttumenn halda áfram að gera góða hluti í Olís-deild karla í handbolta og þeir komu í veg fyrir að Íslandsmeistarar FH kæmust á toppinn í kvöld, þegar liðin gerðu 24-24 jafntefli á Seltjarnarnesi.

Handbolti

Lárus: Það er best að hitta þá ekki eftir svona leik

Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, Lárus Jónsson, var að vonum súr og svekktur með niðurstöðuna úr leik sinna manna gegn KR en svekktastur var hann með hvað hans menn lögðu í leikinn. Sem var ekki mikið að hans mati. Leikurinn endaði með sigri KR 92-97 og var þetta fyrsta tap Þórs í vetur.

Körfubolti

Styrmir reif til sín flest frá­köst

Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Union Mons-Hainaut áttu í vandræðum með að setja niður körfur í kvöld og töpuðu gegn Spirou, 60-50, í hollensk-belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti

Ýmir dýr­mætur í fyrsta sigrinum

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk úr sex skotum fyrir Göppingen í kvöld þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í handbolta.

Handbolti

Fyrir­liði Hauka sleit krossband

Haukakonur eru á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjum sínum en liðið varð engu að síður fyrir áfalli í síðasta leik.

Körfubolti

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti