Skriður kominn á sjóminjasafnið Stefán Jón Hafstein skrifar 13. apríl 2005 00:01 Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun