Neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjunni 11. apríl 2007 18:57 Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra einstaklinga sem segja sínar farir ekki sléttar af samskiptum við presta í Kópavogi vegna tengsla viðkomandi við Fríkirkjuna. Þeirra á meðal er fjögurra barna móðir, Sigríður Sigmarsdóttir, sem hringdi í haust í séra Magnús Björnsson í Digraneskirkju til að skrá dóttur sína í fermingarfræðsluna. Hún kveðst hafa gloprað því út úr sér í samtalinu að hún væri í Fríkirkjunni. "Hann sagði að hann gæti ekki fermt hana nema ég gengi úr Fríkirkjunni þá væri það ekkert mál." Til þess kom þó ekki því dóttir hennar ákvað að fermast heldur í Fríkirkjunni. En Sigríður er ekki sátt. "Þetta er ekki rétt, engan veginn. Kirkjan á að taka á móti öllum sem til hennar leita."Sigríður fæddist inn í Fríkirkjuna en segist vandræðalaust hafa notið þjónustu Þjóðkirkjunnar hingað til, fermst, gifst og skírt þar öll sín börn enda faðir þeirra í Þjóðkirkjunni.Þess má geta að í siðareglum presta stendur orðrétt:Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sálgæslu og aðra kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoðana, trúar, þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu.Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti konu sem sendi fyrirspurn til prests í Þjóðkirkjunni þar sem hún spyr hvort börn í Fríkirkjunni geti fermst í Þjóðkirkjunni. Presturinn svarar vafningalaust:"Við höfum ekki tekið að okkur uppfræðslu fyrir önnur trúfélög, þó kristin séu. Hér verða menn að velja hvar þeir standa."Í næsta bréfi frá prestinum stendur:"Fullyrðing þín um að þú getir notað alla þjónustu þjóðkirkjunnar þegar þú gengur úr söfnuðinum er einfaldlega rökleysa. Með úrsögn úr þjóðkirkjunni ert þú að afsala þér þjónustu hennar..."Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar í dag að skyldur presta í verkefnum eins og fermingum sé fyrst og fremst við sín sóknarbörn. Engum presti sé skylt að ferma börn utan síns safnaðar, þó að slíkt gerist að sjálfsögðu mjög oft, enda sé almenna reglan sú að prestar þjóðkirkjunnar þjóni fólki án tillits til trúfélagsaðildar.Séra Magnús Björnsson segir Digraneskirkju taka á móti öllum börnum í fermingarfræðslu - þ.e.a.s. öllum sem eru skráð í Þjóðkirkjuna. Hann segist hafa bent Sigríði á að leita til sóknarprestsins í vesturbæ Kópavogs, þar sem fjölskyldan býr, en dóttirin vildi fermast með skólasystkinum sínum í Digraneskirkju. "Ef Fríkirkjufólk er óánægt með þá afgreiðslu sem við höfum er eðlilegt að séra Hjörtur Magni komi og ræði við okkur um uppfræðslu sinna safnaðarbarna. Og hann er velkominn hingað í kaffi til okkar hvenær sem er." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra einstaklinga sem segja sínar farir ekki sléttar af samskiptum við presta í Kópavogi vegna tengsla viðkomandi við Fríkirkjuna. Þeirra á meðal er fjögurra barna móðir, Sigríður Sigmarsdóttir, sem hringdi í haust í séra Magnús Björnsson í Digraneskirkju til að skrá dóttur sína í fermingarfræðsluna. Hún kveðst hafa gloprað því út úr sér í samtalinu að hún væri í Fríkirkjunni. "Hann sagði að hann gæti ekki fermt hana nema ég gengi úr Fríkirkjunni þá væri það ekkert mál." Til þess kom þó ekki því dóttir hennar ákvað að fermast heldur í Fríkirkjunni. En Sigríður er ekki sátt. "Þetta er ekki rétt, engan veginn. Kirkjan á að taka á móti öllum sem til hennar leita."Sigríður fæddist inn í Fríkirkjuna en segist vandræðalaust hafa notið þjónustu Þjóðkirkjunnar hingað til, fermst, gifst og skírt þar öll sín börn enda faðir þeirra í Þjóðkirkjunni.Þess má geta að í siðareglum presta stendur orðrétt:Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sálgæslu og aðra kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoðana, trúar, þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu.Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti konu sem sendi fyrirspurn til prests í Þjóðkirkjunni þar sem hún spyr hvort börn í Fríkirkjunni geti fermst í Þjóðkirkjunni. Presturinn svarar vafningalaust:"Við höfum ekki tekið að okkur uppfræðslu fyrir önnur trúfélög, þó kristin séu. Hér verða menn að velja hvar þeir standa."Í næsta bréfi frá prestinum stendur:"Fullyrðing þín um að þú getir notað alla þjónustu þjóðkirkjunnar þegar þú gengur úr söfnuðinum er einfaldlega rökleysa. Með úrsögn úr þjóðkirkjunni ert þú að afsala þér þjónustu hennar..."Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar í dag að skyldur presta í verkefnum eins og fermingum sé fyrst og fremst við sín sóknarbörn. Engum presti sé skylt að ferma börn utan síns safnaðar, þó að slíkt gerist að sjálfsögðu mjög oft, enda sé almenna reglan sú að prestar þjóðkirkjunnar þjóni fólki án tillits til trúfélagsaðildar.Séra Magnús Björnsson segir Digraneskirkju taka á móti öllum börnum í fermingarfræðslu - þ.e.a.s. öllum sem eru skráð í Þjóðkirkjuna. Hann segist hafa bent Sigríði á að leita til sóknarprestsins í vesturbæ Kópavogs, þar sem fjölskyldan býr, en dóttirin vildi fermast með skólasystkinum sínum í Digraneskirkju. "Ef Fríkirkjufólk er óánægt með þá afgreiðslu sem við höfum er eðlilegt að séra Hjörtur Magni komi og ræði við okkur um uppfræðslu sinna safnaðarbarna. Og hann er velkominn hingað í kaffi til okkar hvenær sem er."
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar