Kreppir að hjá auðkýfingi 7. janúar 2009 00:01 Sir Tom Hunter Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab
Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira