Ísland og þúsaldarmarkmiðin 30. september 2010 06:00 Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. Markmiðin forgangsraðaNú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldarmarkmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þróunarmálum, skilgreina forgangsröðina betur og setja háleit markmið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auðvelt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókosturinn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi. Ísland og þúsaldarmarkmiðinEf íslensk þróunaraðstoð í Malaví er skoðuð þá fylgir hún grunnhugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verkefni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatnsbólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslendingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkofum úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængurkvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvikum, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðingargangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og útilokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Malaví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endurgert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmarkmiðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna héraði eru 300.000 börn á grunnskólaaldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslendingar styrkja 90 leshringi fyrir fullorðinnafræðslu. Horft að neðanMeðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna gekk lífið sinn vanagang við Malavívatn. Sjúkrabílarnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeildina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkjum rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir viðbyggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapphlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smotterí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastofur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmiðanna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og prósentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. Markmiðin forgangsraðaNú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldarmarkmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þróunarmálum, skilgreina forgangsröðina betur og setja háleit markmið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auðvelt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókosturinn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi. Ísland og þúsaldarmarkmiðinEf íslensk þróunaraðstoð í Malaví er skoðuð þá fylgir hún grunnhugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verkefni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatnsbólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslendingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkofum úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængurkvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvikum, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðingargangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og útilokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Malaví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endurgert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmarkmiðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna héraði eru 300.000 börn á grunnskólaaldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslendingar styrkja 90 leshringi fyrir fullorðinnafræðslu. Horft að neðanMeðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna gekk lífið sinn vanagang við Malavívatn. Sjúkrabílarnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeildina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkjum rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir viðbyggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapphlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smotterí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastofur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmiðanna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og prósentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun