Mannréttindi eign fjármagnseigenda? 7. apríl 2011 05:00 Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun