Ræðum um staðreyndir 16. nóvember 2012 06:00 Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar. Til að nálgast kostnaðartölur er hægt að skoða arðsemismat sem Landsnet lét gera árið 2009 á 132 kV jarðstreng milli Nesjavalla og Geitháls, en það arðsemismat er að finna á síðunni www.öxnadalur.is. Í umræddri greinargerð Landsnets kemur fram að þjóðhagsleg hagkvæmni Nesjavallastrengsins er mjög mikil en hagkvæmni Landsnets nálægt núlli. Þjóðhagslega hagkvæmni þarf að meta samkvæmt raforkulögum en það hefur ekki verið gert með Suðurnesjalínu 2. Opinberar arðsemisupplýsingar Nesjavallastrengs eru einnig birtar á vef Landsnets. Þar kemur fram að kostnaður á kílómetra á Nesjavallastreng var þá talinn u.þ.b. 54 milljónir og er það langt fyrir neðan áætlaðan kostnað (áætlunin var þó gerð fyrir hrun íslensku krónunnar). Á sama tíma er talað um yfir 60 milljónir á km. fyrir loftlínu á 220 kV spennu. Í þessum útreikningum er fjallað um beinan stofnkostnað en Landsnet hefur ekki verið til viðræðu um líftímakostnað sem tekur með í reikninginn bæði tap og viðhald. Ef reiknaður er líftímakostnaður er hlutfallið enn þá hagstæðara, jarðstreng í hag. Lögum samkvæmt ber Landsneti að byggja upp flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt og hafa allar tillögur fyrirtækisins á Reykjanesi miðast við það. Landsnet hefur ekki sýnt fram á kostnað með rökstuddum gögnum en á vefsíðu þeirra má finna fullyrðingar um að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi sveitarfélagsins Voga yrði um 6 milljarðar króna (17,25 km) en komi til fyrirhugaðar tvöföldunar yrði kostnaðurinn 12 milljarðar króna (http://www.sudvesturlinur.is/is/frettir/248-yfirlysing-fra-landsneti.html). Þessar upplýsingar Landsnets eru ekki í neinu samræmi við erlendar skýrslur og rannsóknir sem m.a. er að finna í heimildaskrá jarðstrengjanefndar Atvinnu- og auðlindaráðuneytisins. Landsnet hefur ekki sýnt fram á neinar raunhæfar kostnaðartölur vegna Suðurnesjalínu 2 og í umræðunni komast Landsnetsmenn upp með að slá fram hlutfallstölum sem ekki eru í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nú árið 2012 komast þeir upp með áróður og afarkosti gagnvart sveitarstjórn og leyfa sér að leggja hvorki fram gögn um þjóðhagslega hagkvæmni né raunverulegan stofnkostnað leiðarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun