Vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar Þ.Ó. í Brussel skrifar 18. október 2014 20:31 Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun ESB. Vísir / AFP Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst. Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst.
Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira