Vantar um hálfan milljarð í viðhald flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 20:15 Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson.
Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira