Fjörutíu nefndir starfa á vegum Sigmundar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. október 2014 11:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra og yfir nefndunum. Margar nefndanna eru fastanefndir. Vísir / Daníel Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd) Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd)
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira