Þróunarsamvinna sem skilar árangri Stefán Jón Hafstein skrifar 28. júlí 2014 07:00 Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun