Viðspyrna fyrir heilbrigðiskerfið Agnar H. Andrésson skrifar 11. desember 2014 00:00 Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar