Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2015 08:25 Mikill viðbúnaður lögreglu var í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41