Íslenski boltinn

Erlendur: Dómaraspreyið ýrist ekki neitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erlendur Eiríksson, knattspyrnudómari og málarameistari, líst vel á að dómaraúðinn sem hefur verið notaður víða um heim undanfarin ár verði notaður í Pepsi-deildinni í sumar. Hann ræddi við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Þetta verður notað í sumar. Það er ekkert erfitt að gera þessa línu - ekki fyrir málarameistara. Það er ekkert mál,“ sagði Erlendur en innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Reynslan úti í heimi hefur sýnt okkur að þetta er að virka og mér líst vel á að nota þetta. Kópalmálningin er reyndar best en þetta ýrist ekki neitt og þekur bara nokkuð vel, get ég sagt þér.“

Auglýsingar Kópal málningar sem eru með Erlend í aðalhlutverki hafa gengið lengi en eina slík má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×