Angela Merkel: Samstarf ESB og fyrrum Sovétlýðvelda ekki beint gegn Rússum Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2015 12:57 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir óhugsandi að Rússar snúi aftur í G8-hópinn að svo stöddu. Vísir/AFP Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa. Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa.
Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira