Seldi ofan af sér til að borga sekt við guðlasti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2015 20:00 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast. Það var eftir útgáfu Spegilsins árið 1983. VÍSIR/VILHELM Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson. Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15
Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51
Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00
Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40