78 milljarðar í vaxtagreiðslur ríkisins: „Þetta er óásættanlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:15 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. Vísir/Daníel Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira