Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 10:11 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. vísir/gva Samtök verslunar og þjónustu hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan starfsháttum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna framkvæmdar við úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVÞ. Að mati SVÞ hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti brotið gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins og mikilvægt er að fá álit umboðsmanns á þeim starfsháttum ráðuneytisins. Í maí síðastliðnum óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti eftir umsóknum um umrædda tollkvóta. Boðaði af ráðuneytið að útboðsgjöld yrðu lögð á í þeim tilvikum þar sem sótt er um meira magn en það sem í boði er. SVÞ telja að sú framkvæmd gangi gegn stjórnarskrá. Í kvörtun sinni benda SVÞ á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafi vísvitandi dregið afgreiðslu fyrirliggjandi umsókna, umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær, á meðan beðið var eftir lagabreytingu sem heimilaði skattlagningu ráðherra í formi útboðsgjalds en sú breyting var gerð í skjóli nætur rétt fyrir frestun þingfunda nú í júlí. Að mati SVÞ gengur framkvæmd þessi gegn þeirri meginreglu stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra lagaheimilda sem gilda á hverjum tíma. SVÞ telja að það er almennt ekki á valdi stjórnvalda að ákveða að bíða með afgreiðslu mála þar til settar hefðu verið nýjar reglur, heldur verða stjórnvöld að beita þeim réttarheimildum sem í gildi eru á hverjum tíma við úrlausn mála. Í ljósi þessa hafa SVÞ sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem er óskað að umboðsmaður tali mál þetta til skoðunar. Alþingi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan starfsháttum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna framkvæmdar við úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVÞ. Að mati SVÞ hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti brotið gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins og mikilvægt er að fá álit umboðsmanns á þeim starfsháttum ráðuneytisins. Í maí síðastliðnum óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti eftir umsóknum um umrædda tollkvóta. Boðaði af ráðuneytið að útboðsgjöld yrðu lögð á í þeim tilvikum þar sem sótt er um meira magn en það sem í boði er. SVÞ telja að sú framkvæmd gangi gegn stjórnarskrá. Í kvörtun sinni benda SVÞ á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafi vísvitandi dregið afgreiðslu fyrirliggjandi umsókna, umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær, á meðan beðið var eftir lagabreytingu sem heimilaði skattlagningu ráðherra í formi útboðsgjalds en sú breyting var gerð í skjóli nætur rétt fyrir frestun þingfunda nú í júlí. Að mati SVÞ gengur framkvæmd þessi gegn þeirri meginreglu stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra lagaheimilda sem gilda á hverjum tíma. SVÞ telja að það er almennt ekki á valdi stjórnvalda að ákveða að bíða með afgreiðslu mála þar til settar hefðu verið nýjar reglur, heldur verða stjórnvöld að beita þeim réttarheimildum sem í gildi eru á hverjum tíma við úrlausn mála. Í ljósi þessa hafa SVÞ sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem er óskað að umboðsmaður tali mál þetta til skoðunar.
Alþingi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira