Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES hækka um 11 prósent Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 11:12 Samningaviðræður hafa staðið yfir á annað ár þar sem mikið bar á milli aðila í upphafi. Vísir/E.Ól. Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira