SOS helmingur kvenna í hættu Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun