Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017 Jón Þór Ólafsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun