Innlent

Höftin og makríllinn í höfn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagði 3. júlí vera merkisdag, enda væru haftafrumvörpin sem samþykkt voru þau merkustu sem lengi hefðu komið fram.
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagði 3. júlí vera merkisdag, enda væru haftafrumvörpin sem samþykkt voru þau merkustu sem lengi hefðu komið fram. vísir/stefán
Störfum Alþingis lauk í gær, rúmum mánuði á eftir áætlun. Þingstörfin hafa einkennst af því í vikunni að samningar hafa náðst og hafa málin runnið í gegn á færibandi og fjölmörg ný lög verið sett.

Aðeins tvö mál voru tekin fyrir á þinginu í gær, þennan síðasta starfsdag, makríll og afnám gjaldeyrishafta. Bæði málin urðu að lögum og voru send ríkisstjórn, enda hluti af samkomulagi flokkanna um afgreiðslu mála.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sleit þingi og fór yfir störfin í vetur. Hann benti á að Alþingi skæri sig úr þingum á norðurlöndunum þannig að mun meiri vinna færi fram í þingsal hér en þar og minni í nefndum. Þá kom hann inn á það hve þingstörf hefðu dregist.

„Ég get ekki hér og nú leynt vonbirgðum mínum með það persónulegum vonbrigðum, enda hef ég lagt á það áherslu að áætlun standist og það ekki að ástæðulausu.“

Einar skoraði á þingmenn að standa við stóru orðin frá eldhúsdagsumræðunum og taka nú þingstörfin til gagngerrar endurskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×