Sextán kostir í nýtingarflokki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2015 07:00 Gefur af sér 690 megavött. Uppsett afl virkjunarkosta í nýtingarflokki er 1.023 megavött. vísir/gva Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“ Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira