Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00
Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46