Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þingmanninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamannaflokksins og andvíg aðskilnaði, svokölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurður til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage.Nigel Farage (t.v.)Michael Gove, einn forsvarsmanna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti innflytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjörlega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðningsmanna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo valkosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahagslegum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. 44 prósent aðhyllast hvora hlið málsins samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59 Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00 Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Morðingi Cox mætti fyrir dóm: „Dauði til föðurlandssvikara, frelsi fyrir Bretland“ Breskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á þingkonuninni Jo Cox, sem vakið hefur mikinn óhug innan sem utan Bretlands í vikunni. 18. júní 2016 13:59
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00
Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin. 7. júní 2016 06:00
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB 53 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. 13. júní 2016 20:46