Frá orðum til athafna – Í okkar valdi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun