Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 07:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Vísir/Vilhelm Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira