Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 10:17 Norska leikkonan Natassia Malthe. Vísir/AFP Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti. MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti.
MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira