Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2017 06:43 Loftmengun er sú gerð mengunar sem dregur flesta til dauða. Vísir/GVA Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs. Brúnei Loftslagsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs.
Brúnei Loftslagsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira