Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 10:45 Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í brúðkaupi Karls Filippusar Svíaprins og Sofíu í Stokkhólmi árið 2015. Vísir/AFP Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns. Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns.
Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15