Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 23:45 Brendan Cox á minningarathöfn um eiginkonu sína árið 2016. Vísir/AFP Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18