Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 13:35 Ættingjar drengjanna voru himinlifandi þegar fregnir bárust af því að þeir hefðu fundist á lífi í hellinum Vísir/Getty Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46